Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr

Saga Leonard

Fyrsta Leonard verslunin var opnuð í Borgarkringlunni 22. júlí 1991. 

Sævar Jónsson fyrrverandi atvinnuknattspyrnumaður hafði verið leikmaður í Sviss í nokkur ár. Flestir leiðandi úra framleiðendur heimsins eru frá Sviss og kom Sævar heim með rjómann af þeirra úrum til að kynna fyrir íslendingum. Fljótlega bætti Sævar við skartgripum, pennum og öðrum fylgihlutum við úrvalið í Leonard.

Þann 11.mars 1994 flutti Leonard í Kringluna. Með tímanum bættist mikið í vörumerkjaflóruna hjá Leonard og gott úrval af töskum hefur alltaf verið áberandi í versluninni. Leonard var ein af fyrstu verslunum landsins til að selja Íslenska hönnun að einhverju ráði og hefur Leonard staðið þétt að baki við bæði reynda og yngri hönnuði á Íslandi.

Árið 2008 var Flóra Íslands, styrktarsjóður Leonard stofnaður. Á hverju ári er kynnt skartgripalína til styrktar ákveðnu málefni. Skartgripirnir eru hannaður af Sif Jakobs og Eggerti Péturssyni og fara ávallt í sölu í byrjun Desember. Á síðustu árum þá hefur Flóra Íslands styrkt Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, blind börn á Íslandi, Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, börn með Downs-heilkenni, börn með gigt, fötluð börn og Einstök börn. Síðustu ár hefur Leonard bætt við styrktargripina og styrkt bæði Píeta samtökin og Ljónshjarta. Ágóði af styrktargrip 2019 mun renna til Krafts.

Leonard lokaði verslun sinni í Kringlunni þann 12.janúar 2020 eftir 28 ára rekstur í verslunarmiðstöðinni og opnaði www.leonard.is í kjölfarið.