Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr

Stærðarleiðbeiningar

Hringarnir koma í stærðum 50-60 (50, 52, 54...). Nokkrar aðferðir eru til þess að mæla fingurna til þess að finna rétta hringastærð. Til þess að forðast mistök er sniðugt að prófa nokkrar aðferðir og bera saman útkomu.

  1. Taktu málband og mældu ummál hrings sem þú átt. Ef ummálið er t.d. 56mm er hringastærðin þín 56.
  2. Taktu lítinn spotta eða tvinna og vefðu laust um fingurinn sem þú vilt mæla. Síðan mælir þú spottann. Ef lengdin á spottanum er t.d. 56mm er þá hringastærð 56.
  3. Láttu mæla hringastærð þína í skartgripaverslun.

Þegar þú mælir hringastærð þína skaltu hafa í huga hvort þér sé kalt eða heitt á fingrunum og einnig breidd hringsins.

Það er mikilvægt að finnast fingurnir ekki þrútnir eða of kaldir þegar þú mælir hringastærð þína til að koma í veg fyrir að mæla þig ekki of stórt eða lítið.

Breidd á hringum skiptir einnig máli en breiðari hringar eru oft þrengri. Því þarf oft að taka stærri stærð en þína venjulegu stærð svo þeir séu ekki of þröngir á fingri.

Einnig skal hafa skal í huga að fingur eru oft misstórir á hægri og vinstri hendi.