Skilareglur
Réttur til að falla frá samningi við kaup hjá Leonard ehf.
Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.
Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir þann dag sem þú eða annar einstaklingur sem þú tilgreindir, annar en flutningsaðilinn, hefur fengið vöruna í sína vörslu.
Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þarft þú að tilkynna okkur, Leonard ehf. Garðatorgi 5, 210 Garðabæ, leonard@leonard.is, ákvörðun þína um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu (t.d. með bréfi sendu í pósti, símbréfi eða tölvupósti).
Nota má eftirfarnadi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda:
---
Til: Leonard ehf. / Kt. 6711090310 / Garðatorgi 5 /210 Garðabæ /leonard@leonard.is
Ég/Við (*) tilkynni/tilkynnum Leonard ehf. hér með að ég/við (*) óska/óskum (*) eftir að falla frá samningi mínum/okkar (*) um sölu á eftirfarandi vöru:
Sem voru pantaðar hinn (*)/mótteknar hinn (*)
Nafn neytanda/neytenda:
Heimilisfang neytanda/neytenda:
Undirritun neytanda/neytenda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi)
Dagsetning:
---
Til að fresturinn teljist virtur nægir þér að senda tilkynningu um að þú neytir réttar þíns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.
Ef þú fellur frá þessum samningi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem við höfum fengið frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þú valdir annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum). Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og alla jafna ekki síðar en 14 dögum eftir að okkur berst tilkynning um um að þú fallir frá þessum samningi. Við munum endurgreiða þér með því að nota sama greiðslumiðil og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega. Þú þarft ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. Við getum beðið með endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þú hefur lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.
Þú þarft að endursenda vöruna eða afhenda vöruna til okkar, án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þú tilkynnir okkur ákvörðun þína um að falla frá samningnum. Fresturinn telst virtur ef þú endursendir vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.
Þú þarft að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar.
Ábyrgðarskírteni þarf að fylgja þegar við á. Þú ert aðeins ábyrg(ur) fyrir rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
Nánari upplýsingar um úrskurðaraðila sem neytendur geta leitað til vegna ágreinings: https://www.kvth.is/
Við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu og jákvæðri upplifun í okkar viðskiptum og tökum við tökum ábendingum og kvörtunum alvarlega. Þær skuli sendar á leonard@leonard.is og skal vera svarað sem fyrst næsta virka dag.
Leonard áskilur sér rétt á að breyta vöruverðum án sérstaks fyrirvara.