Frí heimsending á pöntunum yfir 15.000 kr

Meðferð

Skartgripir eru hannaðir og framleiddir með varúð og því ráðleggjum við viðskiptavinum okkar að meðhöndla skartið sitt með sömu umönnun. Passa þarf vel upp á og annast skartgripi. Við mælum með að geyma skartgripi í upprunalegum umbúðum sem þeir koma í eða í skartgripaskríni til þess að takmarka hnjask og vernda skartið.  Einnig mælum við með að gæta varúðar þegar hendur eru þvegnar eða borið er á sig krem eða ilmvatn til að viðhalda skartinu sem best.

 

Þrif á skarti

Hellið litlu magni af mildri sápu í volgt vatn og notið lítinn, mjúkan bursta til að hreinsa skartið. Ef erfitt er að fjarlægja óhreinindin setjið skartið í hreint vatn og látið liggja. Gott er einnig að fægja með klút en það lætur silfur sem misst hefur gljáann skína á ný, það fjarlægir þó ekki rispur.

Gull- og rósagullhúð er þunnt lag yfir silfurskart sem á eyðist með tímanum. Til að tryggja lengri líftíma á þessari gullhúð er mikilvægt að hugsa vel um skartið. Gullhúð eyðist hraðar ef skartið er geymt í röku umhverfi, settur á blauta húð eða spreyjaður með ilmvatni.

 

Hringlokkar í eyru

Stundum getur reynst erfitt að loka hringlokkum í eyru. Þetta gerist venjulega þegar pinninn beygist eða beyglast þegar eyrnalokknum er lokað. Tiltölulega auðvelt er að laga þetta en þá þarf að beygja pinnan upp aftur mjög varlega, passa þarf að beygja pinnann ekki of mikið en þá er hætta að hann brotni af. Þegar þú heyrir lokkinn smella þegar þú lokar honum er hann fastur.