Sign

Skartgripafyrirtækið Sign var stofnað árið 2004 af gullsmiðnum Inga (Sigurði Inga Bjarnasyni). Hjá Sign hefur Ingi sinnt jöfnum höndum smíði og hönnun skartgripa og skúlptúra. Fyrirtækið er í dag eitt helsta kennileiti í íslenskri hönnun og smíði skartgripa, vegna þess góða starfsfólks sem þar vinnur og hugmyndaauðgi þess.