Innleggsnótur eða gjafakort hjá Leonard
Birt 11.January, 2020
Leonard lokar verslun sinni í Kringlunni þann 12.janúar 2020 eftir 28 ára rekstur í verslunarmiðstöðinni.
Viðskiptavinir sem eiga ónotaðar innleggsnótur eða gjafakort eru vinsamlega beðnir um að fylgja eftirfarandi skrefum:
1. Búa til reikning (einkasvæði) á leonard.is
2. Senda tölvupóst á inneign@leonard.is með mynd af inneignarnótu/gjafakorti.
3. Vinsamlega passið upp á að skrá reikning á leonard.is og senda tölvupóstinn með númeri af innleggsnótu/gjafakorti af sama netfangi.
Við sendum þér svo kóða sem hægt er að nota á vefsíðunni með upphæðinni af innleggsnótunni eða gjafakortinu. Þegar kóði hefur verið virkjaður er send staðfesting í tölvupósti.